við höfum það gott lengst út í rassgati

 

LÚR er listahátíð ungs fólks sem haldin er á Vestfjörðum. Ungmenninn sem standa fyrir hátíðinni kalla sig LÚRara og eru höfuðstöðvar þeirra, undir hatti Menningarmiðstöðarinnar, í Edinborg á Ísafirði.

              LÚR stendur fyrir Lengst út í rassgati og er markmið hátíðarinnar m.a. að skapa vettvang fyrir unga listamenn til að koma sér á framfæri og kynnast öðrum listamönnum, en einnig til þess að taka þátt í að sameina samfélagið. Hátíðin var fyrst haldin sumarið 2014 og er því haldin í fjórða sinn í ár.
              Boðið verður upp á smiðjur dagana 20.-22.júní og uppskeran úr þeim og fleiri viðburðir verða 23.-25.júní. Nánari upplýsingar um smiðjur koma síðar.

Nafn hátíðarinnar vísar í það hversu langt Ísafjörður virðist vera frá höfuðborginni. Þó að það virðist einhvernvegin alltaf vera lengra fyrir borgarbúa að koma vestur heldur en það er fyrir okkur að ferðast til borgarinnar. 
En við túlkum nafnið LÚR á ýmsa aðra vegu. Til að mynda höfum við haft það sið að opna hátíðina á hverju ári með að blása í norræna hljóðfærið lür, sem er lúður sem gerður var sérstaklega fyrir hátíðina að fyrirmynd gamals víkingahljóðfæris. 
Svo tökum við líka nafninu bókstaflega og ekki er óalgengt að sjá meðlimi skipulagsnefndarinnar lúrandi á hinum ýmsu stöðum bæjarins. 

Þó að við séum Lengst Útí Rassgati tekur það bara 35 mín að fljúga hingað, hér er gott að vera í faðmi fjalla blárra og bærinn er iðandi af mannlífi. Gestir hátíðarinnar geta tjaldað við Suðurtanga eða Menntaskólann gegn vægu gjaldi. Báðir staðir eru í göngufæri við miðbæinn.

Sveitafélagið Ísafjarðarbær samanstendur af Ísafjarðarbæ, Hnífsdal, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Hafa allir staðirnir mikla náttúrufegurð og gömul krúttleg hús. Margskonar afþreyingu má finna á öllum stöðunum, s.s. kayak, gönguferðir, sjóstöng, hestaferðir, skoðunarferðir á söfn ásamt mörgu öðru áhugaverðu.Hafðu samband við okkur á lurfestival@gmail.com
LÚR-festival á facebook

LÚR-festival á Instagram
Snapchat - lurfestival
Twitter - lurfestival