_MG_1152.CR2.jpg
_MG_1186.CR2.jpg
_MG_1181.CR2.jpg
_MG_1195.CR2.jpg
_MG_1152.CR2.jpg

home


Lúr festival 2017

20.-25.júní

SCROLL DOWN

home


Lúr festival 2017

20.-25.júní

LÚR er hópur ungmenna á aldrinum 15-22 ára sem ætlar að halda listahátíð á Ísafirði í sumar. Markmið hátíðarinnar er m.a. að skapa vettvang fyrir unga listamenn á Vestfjörðum til að koma sér á framfæri og taka þátt í að sameina samfélagið. Hátíðin var fyrst haldin sumarið 2014.
LÚR festival, eða Lengst Útí Rassgati, er listahátíð ungs fólks sem haldin verður 20.-24. júní á Ísafirði 2017. Boðið verður upp á smiðjur fyrir almenning og verður afrakstur þeirra sýndur á hátíðinni.
Hátíðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.

_MG_1186.CR2.jpg

skráning


skráning


_MG_1181.CR2.jpg

Dagskrá


Dagskrá 2017

 

Dagskrá


Dagskrá 2017

 

_MG_1195.CR2.jpg

um smiðjur


upplýsingar um smiðjur

 

um smiðjur


upplýsingar um smiðjur

 

LÚR Festival býður upp á tvær smiðjur í ár, bæði dags- og kvöldsmiðjur.

Vegglistasmiðja í Bolungarvík - Dagssmiðja

Náttúra og Vegglist er útismiðja þar sem að sköpunarkraftur náttúrunnar er nýttur í að skapa vegglistaverk. Fræðsla um náttúruvernd og sjálfbæra þróun verður lika stór partur af smiðjunni.
Markmið smiðjunnar er að skoða mikilvægi náttúruverndar og einnig hvernig hægt er að draga innblástur að náttúrunni í list.
Námskeiðið fer fram í Bolungarvík þar sem að fyrsta daginn verður farið í vettfangsferð þar sem náttúra Bolungarvíkur er skoðuð. Á öðrum og þriðja degi er niðurstaða vettvangsferðar notað sem efniviður í skapandi vinnu. Afrakstur smiðjunnar verður svo sýndur sem partur af hátíðinni.
Námskeiðið verður frá klukkan 10 - 16  dagana 20.-23.júní og eru þáttakendur beðnir um að taka með sér nesti og mæta klæddir eftir veðri.

Kennari: Silja Yraola

Silja er á þriðja ári í Landslagsarkítektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands. Einnig vinnur hún sem ljósmyndari fyrir Reykjavíkurborg og sjálfstætt starfandi video framleiðslu.
Silja fær með sér leynigest til að hjálpa til við kennslu á smiðjunni.

 

Spunasmiðja - Kvöldsmiðja

Spunasmiðjan fer fram dagana 22.-23. júní frá klukkan 19:00-22:00.
Markmið smiðjunnar er að kynnast spunatónlist og læra að vinna með hana á listrænan hátt.
Á fyrra kvöldinu verður rætt um eðli og gildi spunatónlistar, út frá tónlistarlegum, tilfinningalegum og samskiptalegum grunni. Gerðar verða spunaæfingar á mismunandi hljóðfæri út frá mismunandi þemum. Unnið í hópum og sem einstaklingar.
Á seinna kvöldinu verður aðferðafræðin " Grafic notation" kynnt og æfð. Þar fá þáttakendur tækifæri á að semja spunaverk innan ramma aðferðafræðarinnar og flytja verk sín, einir eða með öðrum.
Mælt er með því að þátttakendur komi með upptökugræjur eða séu með síma sem geta tekið upp tónlistina sem spiluð er.

Kennari: Sara Hrund Signýjardóttir

Sara Hrund Signýjardóttir er 35 ára og músíkmeðferðarfræðingur að mennt.
Hún starfaði lengi á geðsviði Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík við músíkmeðferð en er núna kennari við Grunnskólann á Suðureyri og hljóðfærakennari við Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Músíkmeðferð er skipulögð notkun tóna, hljóða og hreyfinga sem beitt er til að auka vellíðan eða endurnýja, viðhalda og þróa andlega og líkamlega heilsu og/eða getu. Sérstök tón- og hljóðáreiti, eða eiginleikar og eðlisþættir tóna og hljóða, og tengsl sem myndast í tónlistarreynslunni eru notuð af sérfræðingi í þeim tilgangi að ná settum markmiðum í meðferð, kennslu og endurhæfingu fólks sem á viðlíkamleg, andleg og félagsleg vandamál eða fötlun að stríða.
Í náminu er lögð mikil áhersla á spunatónlist, heðfbundna sem óhefðbundna því spuni er eitt helsta samskiptatæki músíkmeðferðarfræðinga.

 

Hægt er að skrá sig í smiðjur Hér